Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er hvergi nærri hætt á félagsskiptamarkaðnum í janúar þrátt fyrir að hafa eytt yfir 150 milljónum punda í nýja leikmenn undanfarnar vikur.
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir nú frá því að Chelsea muni halda áfram að ræna næla í Malo Gusto, bakvörð Lyon í Frakklandi eftir að fyrsta tilboði félagsins í leikmanninn var hafnað.
Chelsea hefur náð samkomulagi við leikmanninn sjálfan um kaup og kjör en viðræðurnar stranda á samkomulagi félaganna.
„Chelsea mun reyna aftur við Malo Gusto seinna í vikunni,“ skrifar Romano í færslu á Twitter nú í morgun. „Viðræður eru enn í gangi eftir að fyrsta tilboði félagsins var hafnað. Lyon vill halda í bakvörðinn en Chelsea ætlar sér ekki að gefast upp.“
Romano segir Malo Gusto eiga sér draum um að spila í ensku úrvalsdeildinni en þessi 19 ára gamli Frakki ólst upp í akademíu Lyon. Hann á að baki 54 leiki fyrir aðallið félagsins og landsleiki fyrir yngri landslið Frakklands.
Chelsea will push again for Malo Gusto this week. Talks are ongoing after opening bid rejected, OL want to keep the right back but Chelsea are not giving up 🔵 #CFC
Personal terms have been agreed as revealed yesterday, as Malo Gusto dreams of Premier League football. pic.twitter.com/8QpQFeKljW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 24, 2023