Fagn Bukayo Saka eftir mark sitt gegn Manchester United í gær hefur verið mikið í umræðunni.
Skytturnar unnu dramatískan sigur í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær og eru nú með fimm stiga forskot á toppnum.
Marcus Rashford kom United í 0-1 í gær en Saka átti síðar í leiknum eftir að koma Arsenal í 2-1.
Það vakti athygli að fagn Saka var það sama og hjá Rashford.
Vakti þetta upp mikið umtal og furðu einhverra á samfélagsmiðlum. Því var velt upp hvort eitthvað ósætti væri á milli Saka og Rashford.
Flestir eru þó á því að um einfalt grín hafi verið að ræða.
Fögnin má sjá hér að neðan.