fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Rasmus Christiansen genginn í raðir Aftureldingar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 11:56

Afturelding er líklegt til afreka í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við Aftureldingu fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni.

Hinn 33 ára gamli Rasmus kemur frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin sjö ár. Á þeim tíma vann Ramsus þrjá Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil.

Rasmus hefur á ferli sínum á Íslandi einnig leikið með ÍBV, KR og Fjölni en hann á að baki 172 leiki í efstu deild sem og fjölda leikja í öðrum keppnum.

„Ég átti nokkur fín samtöl við Gísla og Magga. Mér líst mjög vel á allt sem er að gerast hérna í Mosfellsbænum og langar að taka þátt í því. Ég þekki Aron Elí og hef heyrt frá honum hvernig þetta hefur verið hérna auk þess sem ég fylgdist með nokkrum leikjum síðastliðið sumar. Afturelding spilar mjög skemmtilegan bolta og það verður mjög gaman að taka þátt í því,“ sagði Rasmus eftir undirskriftina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus