fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Rasmus Christiansen genginn í raðir Aftureldingar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 11:56

Afturelding er líklegt til afreka í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við Aftureldingu fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni.

Hinn 33 ára gamli Rasmus kemur frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin sjö ár. Á þeim tíma vann Ramsus þrjá Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil.

Rasmus hefur á ferli sínum á Íslandi einnig leikið með ÍBV, KR og Fjölni en hann á að baki 172 leiki í efstu deild sem og fjölda leikja í öðrum keppnum.

„Ég átti nokkur fín samtöl við Gísla og Magga. Mér líst mjög vel á allt sem er að gerast hérna í Mosfellsbænum og langar að taka þátt í því. Ég þekki Aron Elí og hef heyrt frá honum hvernig þetta hefur verið hérna auk þess sem ég fylgdist með nokkrum leikjum síðastliðið sumar. Afturelding spilar mjög skemmtilegan bolta og það verður mjög gaman að taka þátt í því,“ sagði Rasmus eftir undirskriftina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“