Loris Karius hefur skrifað undir nýjan samning við Newcastle út þessa leiktíð.
Markvörðurinn gekk í raðir félagsins í upphafi tímabils en gerði aðeins samning þar til í janúar.
Nú er hins vegar ljóst að hann verður áfram.
Karius er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Hann yfirgaf félagið endanlega síðsasta sumar eftir að hafa verið á láni nokkur tímabil.
Flestir muna eftir því þegar Karius gerði tvö afdrifarík mistök í marki Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 gegn Liverpool.
Fyrir hjá Newcastle eru markverðir á borð við Nick Pope og Martin Dubravka. Samkeppnin er því hörð.
🤝 @LorisKarius has extended his contract until the end of the 2022/23 season!
⚫️⚪️
— Newcastle United FC (@NUFC) January 19, 2023