Harry Maguire fyrirliði Manchester United og eiginkona hans Fern Hawkins hafa fest kaup á glæsilegu sumarhúsi á Barbados eyjunni.
Maguire og frú vildu eiga stað þar sem þau geta farið í frí og fengið algjöran frið frá áreiti.
„Þetta hefur verið erfitt ár, Harry hefur mátt þola áreiti utan vallar. Þau vildu eiga stað þar sem þau geta hvílt sig,“ segir heimildarmaður enskra blaða.
Maguire keypti sér hús með fjórum svefnherbergjum sem er með sundlaug og horfir yfir 18 holu golfvöll.
Maguire verður nágranni Wayne Rooney en Rooney fjölskyldan á einnig glæilsegt hús í Royal Westmoreland hverfinu á Barbados.
Svæðið er vinsælt á meðal ríkra og fræga en ekki er ólíklegt að Maguire og Rooney skelli sér í golf saman á eyjunni fögru.