fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Stjórinn tjáir sig um málefni Lionel Messi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 14:30

Lionel Messi og Neymar / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christophe Galtier, knattspyrnustjórni Paris Saint-Germain, telur Lionel Messi ánægðan hjá félaginu en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Samningur þessa 35 ára gamla heimsmeistara við PSG rennur út næsta sumar. Hann kom til félagsins sumarið 2021 eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil með Barcelona.

Börsungar höfðu ekki efni á að framlengja samning Messi á þeim tímapunkti vegna mikilla fjárhagsvandræða.

„Viðræðurnar við hann eru í gangi. Ég veit að stjórnin okkar hefur rætt við Messi um nýjan samning en meira veit ég ekki,“ segir Galtier í samtali við fjölmiðla.

„Ég get séð að Leo er mjög ánægður hér í París. Við sjáum hvar hann stendur gagnvart því verkefni sem félagið er í.“

Messi varð á dögunum heimsmeistari með argentíska landsliðinu. Hann hefur farið á kostum með PSG á þessari leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Halldór fær í sinn vasa eftir brottrekstur dagsins

Þetta er sögð vera upphæðin sem Halldór fær í sinn vasa eftir brottrekstur dagsins
433Sport
Í gær

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Í gær

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool