fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Besta deildin: Grátlegt jafntefli ÍBV gegn Víkingum – Tvö vítaklúður FH kostuðu öll stigin

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. september 2022 16:02

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið ÍBV var svo nálægt því að stela senununni í Bestu deild karla í dag er liðið mætti meisturum Víkings á útivelli í 20. umferð sumars.

ÍBV er alls ekki á því máli að falla niður um deild og var svo nálægt því að vinna í raun ótrúlegan 2-1 útisigur.

ÍBV komst 2-0 yfir með mörkum frá Andra Rúnari Bjarnasyni og Arnari Breka Gunnarssyni og svo fékk markmaðurinn Jón Kristinn Elíasson rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Logi Tómasson hafði minnkað muninn fyrir Víking á 28. mínútu en tíu menn ÍBV náðu að halda stöðunni í 2-1 alveg þar til á 94. mínútu.

Halldór Smári Sigurðsson skoraði þá jöfnunarmark Íslandsmeistarana til að tryggja stig sem gæti gert sitt að lokum í titilbaráttunni.

ÍBV er í 9. sætinu með 20 stig eftir 20umferðir og er sex stigum frá fallsæti.

Víkingar eru enn níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og þurfti í raun sigur í dag til að ógna toppsætinu af einhverri alvöru.

Einnig var leikið á Domusnovavellinum en þar skildu Leiknir R. og FH við markalaus.

FH átti svo sannarlega að vinna þennan leik en liðið klikkaði á tveimur vítaspyrnum í viðureigninni.

Steven Lennon klúðraði því fyrra á 48. mínútu og Björn Daníel Sverrisson því síðar þegar 96 mínútur voru komnar á klukkuna.

Víkingur R. 2 – 2 ÍBV
0-1 Andri Rúnar Bjarnason(’11)
0-2 Arnar Breki Gunnarsson(’18)
1-2 Logi Tómasson(’28)
2-2 Halldór Smári Sigurðsson(’94)

Leiknir R. 0 – 0 FH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld