fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Grealish hefur fengið sig fullsaddan á Souness

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish leikmaður Manchester City hefur fengið meira en nóg af því að horfa og hlusta á Graeme Souness gagnrýna sig í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Souness hefur gagnrýnt Grealish nokkuð harkalega eitthvað sem Grealish hefur fengið nóg af.

„Ég veit ekki hvaða vandamál Souness glímir við í kringum mig, hann er alltaf að tala um mig,“ sagði Grealish.

„Það er erfitt að sjá þetta ekki þegar hann er á Sky Sports og þetta er út um allt á æfingasvæðinu okkar. Hann var frábær leikmaður og vann mikið en ég veit ekki hvert vandamálið er.“

Grealish hefur ákveðið að hlusta frekar á það sem Pep Guardiola stjóri City hefur að segja frekar en Souness.

„Ég veit að hann talar mikið um að ég hreyfi boltann ekki nóg en þegar ég spila fyrir Pep Guardiola og hann segir mér að halda í boltann eins mikið og ég get og vera hugrakkur þá geri ég það,“ segir Grealish.

City borgaði 100 milljónir punda fyrir Grealish þegar hann kom sumarið 2021 en hann hefur ekki fundið sitt besta form.

„Ég horfi alltaf á leikina mína aftur og gagnrýni mig. Ég veit að það voru leikir á síðustu leiktíð undir restina þar sem ég var ekki góður.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Klopp í svakalegu stuði – „Hvað þarftu mikinn pening til að ég fái að klippa þetta af?“

Sjáðu myndbandið: Klopp í svakalegu stuði – „Hvað þarftu mikinn pening til að ég fái að klippa þetta af?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neymar þarf bara tvö mörk til viðbótar

Neymar þarf bara tvö mörk til viðbótar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“
433Sport
Í gær

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor
433Sport
Í gær

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag