fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Tölfræðin með og án Arons vekur mikla athygli – „Einföld uppskrift sem virkar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 11:30

Aron Jó í leik með Val. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árangur Vals í sumar hefur verið undir væntingum en liðið virðist þó vera að rétta úr kútnum og hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum.

Aron Jóhannsson hefur komið til baka eftir smávægileg meiðsli og byrjað síðustu tvo leiki liðsins en með Aron í byrjunarliðinu hefur Valur náð góðum árangri.

Aron kom heim úr atvinnumennsku fyrir þetta tímabil og hefur byrjað níu leiki með Val í Bestu deildinni í sumar. Í þeim leikjum hefur Valur unnið sjö, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Með Aron í byrjunarliðinu er Valur með 2,44 stig að meðaltali í leik en með Aron utan byrjunarliðsins er Valur með 0,71 stig í leik. Sem dæmi er Breiðablik með 2,37 stig að meðaltai í leik en liðið er það besta í deildinni í sumar.

„Aron hefur sýnt það i sumar að hann er töluvert betri en aðrir leikmenn i þessari deild. Sendingar, móttaka, yfirsýn og leikskilningur er einfaldlega betri en hjá öðrum. Sending hans i öðru marki Vals gegn FH sýndi allar hans bestu hliðar. Það var unaður að sjá það mark frá A-Ö,“ segir Benedikt Bóas Hinriksson Valsar og einn af stjórnendum Vængjum þöndum sem er hlaðvarp Valsmanna.

„Nærvera hans inn a vellinum sýnir líka hvað Vals liðið er miklu betra þegar hann er inná. Eftir að Jasper fór i miðvörðinn hefur spilamennskan breyst til hins betra. Patrik fær boltann a betri stað og Aron vinnur nálægt Patrik. Það er einföld uppskrift sem virkar. “

Stuðningsmenn Vals eru ánægðir með Aron. „Aron er i miklu uppáhaldi hjá Vængjunum og við erum bæði stoltir og glaðir að hann svífi um i fallegu rauðu treyjunni okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld