fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Samgleðjast Emil mikið – „Það er bara gaman að sjá hann spila fótbolta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 14:00

Emil var eitt sinn á mála hjá Brighton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Ásmundsson var á dögunum lánaður til Fylkis frá KR. Hann fer virkilega vel af stað í búningi liðsins. Hann skoraði sín fyrstu tvö mörk gegn Grindavík í Lengjudeildinni á föstudag.

Emil fór frá Fylki til KR árið 2020 en hefur verið að glíma við meiðsli. Hann var lánaður til baka nú til að koma sér í gang.„Það er bara gaman að sjá hann spila fótbolta og spila hann vel,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi í markaþætti Lengjudeildarinnar.

video
play-sharp-fill

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins, hrósaði Emil í hástert.

„Mér finnst Emil hafa breytt Fylkis-liðinu svolítið mikið. Mér fannst vanta þennan leikmann sem er að koma inn í teig í seinni bylgjunni, smá sóknarþunga á miðjuna. Mér finnst Unnar Steinn, Ásgeir Börkur og Arnór Gauti frekar líkir, allir djúpir og sækja í öruggu sendingarnar. Það er meiri sóknarþungi í Emil.“

Á sínum yngri árum var Emil á mála hjá enska félaginu Brighton.

„Brighton meira að segja gáfu honum annan samning, hann fékk ekki bara einn samning þar. Auðvitað vonast maður bara eftir að hann komist aftur í KR og fái að spila þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
Hide picture