fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Xhaka hluti af veðmálahneyksli? – Albanska mafían sögð eiga hlut í máli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 09:37

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember hófst rannsókn á Granit Xhaka, miðjumanni Arsenal, vegna hugsanlegs veðmálaskandals í tengslum við gult spjald sem hann fékk í sigri gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Spjaldið fékk Xhaka fyrir tímasóun, sem er afar sérstakt, þar sem Arsenal var 1-4 yfir í leiknum.

Upphaflega var málið skoðað af enska knattspyrnusambandinu. Það var hins vegar fært á borð glæpastofunnar breska ríkisins síðar meir.

Nú segir Daily Mail frá því að rannsakendur í málinu hafi fengið veður af því að háum upphæðum hafi verið veðjað með rafmynt á mörkuðum sem flestir eru staðsettir í Albaníu.

Þá segir einnig í fréttinni að Alban Jusufi, sænsk-albanskur fyrrum leikmaður sem fékk fimm ára bann fyrir veðmálasvindl árið 2017, hafi veðjað háum upphæðum á að Xhaka fengi spjald í leiknum. Einnig er sagt frá því að albanska mafían gæti tengst málinu.

Arsenal vildi ekki tjá sig við Daily Mail um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Í gær

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Í gær

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“