fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Xhaka hluti af veðmálahneyksli? – Albanska mafían sögð eiga hlut í máli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 09:37

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember hófst rannsókn á Granit Xhaka, miðjumanni Arsenal, vegna hugsanlegs veðmálaskandals í tengslum við gult spjald sem hann fékk í sigri gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Spjaldið fékk Xhaka fyrir tímasóun, sem er afar sérstakt, þar sem Arsenal var 1-4 yfir í leiknum.

Upphaflega var málið skoðað af enska knattspyrnusambandinu. Það var hins vegar fært á borð glæpastofunnar breska ríkisins síðar meir.

Nú segir Daily Mail frá því að rannsakendur í málinu hafi fengið veður af því að háum upphæðum hafi verið veðjað með rafmynt á mörkuðum sem flestir eru staðsettir í Albaníu.

Þá segir einnig í fréttinni að Alban Jusufi, sænsk-albanskur fyrrum leikmaður sem fékk fimm ára bann fyrir veðmálasvindl árið 2017, hafi veðjað háum upphæðum á að Xhaka fengi spjald í leiknum. Einnig er sagt frá því að albanska mafían gæti tengst málinu.

Arsenal vildi ekki tjá sig við Daily Mail um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var 30 sekúndum á eftir Salah

Var 30 sekúndum á eftir Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Í gær

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun