fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Xhaka hluti af veðmálahneyksli? – Albanska mafían sögð eiga hlut í máli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 09:37

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember hófst rannsókn á Granit Xhaka, miðjumanni Arsenal, vegna hugsanlegs veðmálaskandals í tengslum við gult spjald sem hann fékk í sigri gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Spjaldið fékk Xhaka fyrir tímasóun, sem er afar sérstakt, þar sem Arsenal var 1-4 yfir í leiknum.

Upphaflega var málið skoðað af enska knattspyrnusambandinu. Það var hins vegar fært á borð glæpastofunnar breska ríkisins síðar meir.

Nú segir Daily Mail frá því að rannsakendur í málinu hafi fengið veður af því að háum upphæðum hafi verið veðjað með rafmynt á mörkuðum sem flestir eru staðsettir í Albaníu.

Þá segir einnig í fréttinni að Alban Jusufi, sænsk-albanskur fyrrum leikmaður sem fékk fimm ára bann fyrir veðmálasvindl árið 2017, hafi veðjað háum upphæðum á að Xhaka fengi spjald í leiknum. Einnig er sagt frá því að albanska mafían gæti tengst málinu.

Arsenal vildi ekki tjá sig við Daily Mail um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Í gær

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur