fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Xhaka hluti af veðmálahneyksli? – Albanska mafían sögð eiga hlut í máli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 09:37

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember hófst rannsókn á Granit Xhaka, miðjumanni Arsenal, vegna hugsanlegs veðmálaskandals í tengslum við gult spjald sem hann fékk í sigri gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Spjaldið fékk Xhaka fyrir tímasóun, sem er afar sérstakt, þar sem Arsenal var 1-4 yfir í leiknum.

Upphaflega var málið skoðað af enska knattspyrnusambandinu. Það var hins vegar fært á borð glæpastofunnar breska ríkisins síðar meir.

Nú segir Daily Mail frá því að rannsakendur í málinu hafi fengið veður af því að háum upphæðum hafi verið veðjað með rafmynt á mörkuðum sem flestir eru staðsettir í Albaníu.

Þá segir einnig í fréttinni að Alban Jusufi, sænsk-albanskur fyrrum leikmaður sem fékk fimm ára bann fyrir veðmálasvindl árið 2017, hafi veðjað háum upphæðum á að Xhaka fengi spjald í leiknum. Einnig er sagt frá því að albanska mafían gæti tengst málinu.

Arsenal vildi ekki tjá sig við Daily Mail um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Jeppe til liðs við KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja 40 milljóna punda verðmiða á eftirsótta framherjann

Setja 40 milljóna punda verðmiða á eftirsótta framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Í gær

Biðst afsökunar á því að hafa verið skítseiði í gærkvöldi

Biðst afsökunar á því að hafa verið skítseiði í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“