fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben ræðir aukna samkeppni á markaði – „Menn þurfa að vera á tánum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 08:58

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil samkeppni hefur myndast hvað varðar sýningarrétt frá íþróttaviðburðum í íslensku sjónvarpi undanfarin ár.

Fyrir nokkrum árum sýndi Stöð 2 Sport frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu, íslenskum íþróttum og fleiru.

Árið 2019 tók Síminn hins vegar yfir enska boltann og nú hefur Viaplay tryggt sér helminginn af sýningarréttinum á Meistaradeildinni, svo dæmi séu tekin.

Guðmundur Benediktsson hefur lengi starfað sem íþróttalýsandi og þáttastjórnandi á Stöð 2 Sport. Hann er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar var hann spurður út í hvort hann hefði áhyggjur af aukinni samkeppni.

„Ég hef kannski ekki áhyggjur en menn þurfa að vera á tánum. Heimurinn er að breytast eins og allt, þú þarft bara að spila með. En áhyggjur? Nei. Ég mun seint bugast af áhyggjum,“ segir Guðmundur.

Stöð 2 Sport hefur hins vegar haldið í réttinn á stærstu íþróttunum hér heima.

„Það var tekin ákvörðun um það innahúss að það ætti að leggja mikla áherslu á íslenskar íþróttir, sérstaklega þessar þrjár boltaíþróttir. Það er lögð mikil áherslu á það og mikil dagskrá í kringum það allt.“

„Við tókum ítalska boltann inn í fyrra og hann verður áfram hjá okkur í vetur. Svo það er af nægu að taka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld