fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
433Sport

Verður ekki auðvelt fyrir Chelsea – Er nú þegar ánægður hjá félaginu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 19:20

Wesley Fofana

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur reynt og reynt að fá til sín miðverði í sumar en fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið.

Chelsea hefur nú þegar misst af þónokkrum leikmönnum og ku nú vera að horfa til Leicester og vill fá Wesley Fofana í sínar raðir.

Samkvæmt blaðamanninum virta Fabrizio Romano er Fofana hins vegar ánægður í herbúðum Leicester og gæti reynst erfitt að fá hann yfir til London.

Leicester mun alls ekki hleypa leikmanninum burt ódýrt en hann er enn aðeins 21 árs gamall og hefur leikið með liðinu frá árinu 2020.

,,Wesley Fofana er ennþá þarna, það er nafn sem er á lista Chelsea og er leikmaður sem Thomas Tuchel er hrifinn af. Það verður ekki auðvelt að ræða við Leicester því þeir framlengdu samning hans fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Romano.

,,Leikmaðurinn er mjög ánægður hjá Leicester en á sama tíma er Chelsea stórt tækifæri fyrir hann og þetta er líka stórt tækifæri fyrir Chelsea að fá svona hafsent í sínar raðir.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Lennon vaknaður og skoraði þrennu fyrir FH

Mjólkurbikarinn: Lennon vaknaður og skoraði þrennu fyrir FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sambandsdeildin: Basaksehir allt of stór biti fyrir Breiðablik

Sambandsdeildin: Basaksehir allt of stór biti fyrir Breiðablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Brjálaðir Þórsarar þegar Erlendur rak vitlausan mann af velli – Sjáðu atvikið

Brjálaðir Þórsarar þegar Erlendur rak vitlausan mann af velli – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mason Mount vekur athygli sem fyrirsæta – Sjáðu myndirnar

Mason Mount vekur athygli sem fyrirsæta – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Grunur leikur á að hann hafi haldið framhjá Shakira – Pique fann ástina á nýjan leik

Grunur leikur á að hann hafi haldið framhjá Shakira – Pique fann ástina á nýjan leik
433Sport
Í gær

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag
433Sport
Í gær

Umboðsmaður De Jong í Barcelona – Krísuviðræður og Chelsea er með klærnar úti

Umboðsmaður De Jong í Barcelona – Krísuviðræður og Chelsea er með klærnar úti
433Sport
Í gær

Ronaldo rýfur þögnina og birtir mynd af sér

Ronaldo rýfur þögnina og birtir mynd af sér