fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Bubbi gerir stórar breytingar á vinsælu stuðningsmannalagi – „Nú geta stelpur og strákar, hán og trans verið með“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 10:30

Bubbi Morthens Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmannalagi KR, í flutningi Bubba Morthens, hefur verið breytt, til að falla betur að nútíma samfélagi. Tónlistarmaðurinn ræðir breytingarnar á laginu í umfjöllun um það í Morgunblaði dagsins.

Lagið, Við erum KR eða Allir sem einn, hefur í gegnum tíðina verið afar vinsælt en því hefur nú verið breytt, þar sem gamli textinn þótti heldur karllægur.

Guðmundur Óskar Guðmundsson hafði umsjón með endurgerð lagsins. Þá syngur Selma Björnsdóttir á móti Bubba.

„Ég er rosa ánægður með þetta lag. Lagið er ógeðslega flott,“ segir Bubbi við Morgunblaðið.

Sem dæmi um breytingu á laginu má nefna að nú verður sungið „við stöndum saman öll sem eitt“ ekki „við stöndum saman allir sem einn.“

„Nú geta stelpur og strákar í boltanum, hán og trans og fólk í stúkunni verið með,“ segir Bubbi.

„Ég ætlaði alltaf að gera lag fyrir KR-stelpurnar en á þeim tíma sem það var í deiglunni var umræða um jafnréttismál og alls konar aðra hluti ekki komið þangað sem hún er í dag. Þetta hvíldi alltaf dálítið á mér og mér fannst ég ekki hafa staðið mig en svo laust þessu allt í einu niður í hugann á mér: „Við erum svört, við erum hvít, við stöndum saman öll sem eitt.“ Og þar með var vandamálið úr sögunni. En hugsaðu þér, það tók allan þennan tíma.“

„Lagið var fínt á sínum tíma en það var barn síns tíma. Það þurfti allar þessar breytingar í þjóðfélaginu en ég náði þessu loksins. Nú eiga allir lagið.“

Í vikunni hittist stór hópur KR-inga í íþróttahúsi félagsins til að syngja í kór og taka upp myndband. Stefnt er að því að frumflytja nýja útgáfu lagsins á heimaleik KR gegn FH þann 28. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti