fbpx
Fimmtudagur 06.október 2022
433Sport

Hörður hjólar í FH fyrir framkomu í garð Óla Jó – „Þú gerir ekki svona við goðsögn“

433
Mánudaginn 15. ágúst 2022 14:35

Hörður Magnússon. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í sumar lét FH Ólaf Jóhannesson fara sem þjálfara karlaliðs félagsins. Gengi liðsins hafði verið dapurt framan af sumri.

Við liðinu tók Eiður Smári Guðjohnsen. Gengið hefur þó aðeins versnað frá því hann tók við.

Í gær tapaði FH 4-1 gegn ÍBV í Bestu deildinni. Liðið er í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan Leikni Reykjavík, sem á tvo leiki til góða.

Hörður Magnússon, goðsögn í FH og íþróttalýsandi með meiru, er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar fór hann meðal annars yfir brottrekstur Ólafs.

„Hvernig hann var látinn fara var fyrir neðan allar hellur,“ segir Hörður.

Hann hélt áfram. „Það var bara strax eftir leik. Leyfið manninum að fara í viðtal, fara heim, sofa á þessu, tökum fund síðan daginn eftir. Þú gerir ekki svona við goðsögn. Mér fannst þetta óvirðing.“

„Þetta er bara ein margra skrýtinna ákvarðana sem hafa verið teknar í Kaplakrika á undanförnum árum.“

Hvað gengi FH varðar er Hörður ekki bjartsýnn. „Fyrir 2-3 vikum hélt ég að þeir myndu rétta úr kútnum. Þó ég vissi að þeir væru ekki að fara í efri hlutann. En það eru engin teikn á lofti um að það muni gerast. Þetta er að mörgu leyti óskiljanlegt.“

„Þetta er höfuðlaus her og innkoma Eiðs Smára hafði áhrif fyrstu leikina en svo fóru menn í sama farið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meistaradeildin: Haaland fór illa með Íslendingalið – Sannfærandi hjá Chelsea

Meistaradeildin: Haaland fór illa með Íslendingalið – Sannfærandi hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allan Purisevic semur við Stjörnuna

Allan Purisevic semur við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ömurleg tölfræði Conte í deild þeirra bestu

Ömurleg tölfræði Conte í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjórir kostir sem United gæti skoðað sem arftaka Cristiano Ronaldo

Fjórir kostir sem United gæti skoðað sem arftaka Cristiano Ronaldo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir af og frá að samningar séu í höfn – Þetta er staðan sem stendur

Segir af og frá að samningar séu í höfn – Þetta er staðan sem stendur