fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
433Sport

Allt það sem komið hefur fram í dómsal – Týndir símar, kynlífsmyndbönd og Last Christmas

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórði dagurinn dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs hefst í dag en hann er sakaður um gróft ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni. Lögmaður Giggs segir áverka í andliti Kate Greville vera eftir harkalegt kynlíf en ekki ofbeldi.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um að ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ráðist á systur hennar. Líkamlega ofbeldið sem um ræðir er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá er Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Málið hefur vakið mikla athygli í breskum fjölmiðlum en Daily Mail tók saman allt það helsta sem komið hefur fram í dómsal.

Allt það helsta sem komið hefur fram:

Dómarar fengu að heyra af því að Giggs hefði sent tölvupóst á Kate Greville sem var með hótunum í, hún taldi að viðhengi í póstinum væri myndband af þeim að stunda kynlíf. Myndbandið var hins vegar af Kate að syngja lagið Last Christmas með Wham. Hún sagðist ekki hafa opnað viðhengið.

Sex vikum eftir þenna póst fór Kate að senda kynlífsmyndbönd af sér til Giggs. Hún sagði að þarna hefði sambandið staðið í blóma og að Giggs hafi lofað því að breytast.

Fram kom í gær að Kate hefði týnt tveimur símum eftir að málið fór á borð lögreglu. Kate segir að fyrst hefði sími hennar dottið út í á þegar hún var að bjarga hundi sínum. Hinum símanum var svo stolið af henni.

Fram kom í gær að dóttir Giggs hefði komist að framhjáhaldi Giggs með Kate þegar hann fann rafrænt ástarbréf hennar í síma hennar. Liberty Giggs fann skilaboðin í síma hans í febrúar árið 2018.

Kate harðneitar fyrir það að hafa verið með Giggs vegna þeirra fjármuna sem hann á. Fram kom í gær að hún hefði tjáð vinum sínum að hún ætlaði ekki að labba í burtu frá þessu sambandi með ekki neitt.

Hún sagði í svörum í gær að hún vildi ekki fá neitt frá Giggs, engar bætur.

Kate kvaðst hafa stundað kynlíf með Giggs tveimur mánuðum áður en hún yfirgaf fyrrum eiginmann sinn.

Kate sagði samband sitt við Giggs hafa verið frábært til að byrja með en síðan hafi það orðið að hryllingssögu þegar þau bjuggu saman í byrjun COVID faraldursins.

Giggs er sakaður um að hafa verið í sambandi með átta konum á meðan sex ára samband hans og Kate var í gangi.

Kate sagðist hafa fundið sannanir fyrir því í spjaldtölvu GIggs.

Kate sagðist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa Giggs þegar hann var að í verkefni með Wales og fann sér nýja íbúð.

Hún segist hafa reynt að yfirgefa sambandið en Giggs hafi sent henni 50 skilaboð á klukkutíma og hótað því að skemma feril hennar.

Þegar Kate svaraði ekki Giggs í eitt skiptið segir hún að hann hafi flogið til Dubai þar sem hún var stödd. Þar hafi hann algt til að þau myndu stofna fjölskyldu og að hann vildi aðeins vera með henni.

Kate segir í tvígang hafa rifist við Giggs á hótelherbergi og að hann hafi hent henni nakinni út af því. Í annað skiptið hafi hann hent fartölvu í andlit hennar.

Kate segir að Giggs hafi mikið verið að senda sér nektarmyndir af sjálfum sér. Hún óttaðist einnig að hann myndi senda slíkar myndir af sér út um allt. Hann hafi svo kallað hana Stacey, sem er barnsmóðir Giggs þegar hann vildi niðurlægja hana.

Kate segir að þegar þau rifust í nóvember árið 2020 hafi Giggs skallað hana í andlitið.

Lögregla bað um leyfi til að skoða Icloud aðgang hennar og gaf Kate fyrst um sinn leyfi fyrir því en svo bannaði hún það.

Lögmaður Giggs tók til máls í gær og sagði Kate ljúga að öllu leyti, áverkar á henni væru eftir harkalegt kynlíf þeirra.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“