fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Með meiri metnað eftir að Ronaldo yfirgaf félagið

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 21:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, viðurkennir að hann hafi sýnt meiri metnað hjá félaginu síðan Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið.

Ronaldo var lengi aðal vopn Real í sókninni og skoraði alltaf flest mörk liðsins á hverju tímabili.

Benzema var meira í því að aðstoða Ronaldo frammi frekar en að stela senunni sjálfur en það hefur nú breyst.

Frakkinn hefur undanfarin ár verið frábær í fremstu línu Real og skoraði 44 mörk í 46 leikjum á síðustu leiktíð.

,,Það er rétt að ég hef skorað fleiri mörk síðan hann fór en þegar hann var hér þá var ég meira í að leggja upp mörk og hann hjálpaði mér mikið utan vallar,“ sagði Benzema.

,,Ég vissi hins vegar að ég gæti gert mun meira. Þegar hann fór var rétti tíminn til að breyta mínum áformum og mínum metnað og hingað til hefur það gengið vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok