fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Birkir hreifst af Hákoni: „Hann á mjög bjarta framtíð“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 13:18

Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við áttum að mínu mati mjög góðan leik á móti Finnum og við bættum ofan á hann á móti ÍSrael. Við erum að mörgu leyti ánægðir en margt sem við getum gert betur varnarlega,“ sagði Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Albaníu í Þjóðadeildinni á morgun.

Birkir sem er 34 ára gamall og leikhjahæsti leikmaður Íslands er í góðu standi þrátt fyrir langt ferðalag frá Ísrael.

„Mér líður bara vel, KSÍ setti upp mjög þægilega ferð til baka. Það nýttu það allir vel og eru klárir í slaginn á morgun,“ sagði Birkir.

„Andinn er bara mjög góður, við viljum og vonumst til að fá eins mikinn stuðning og hægt er. Fá fólk á völlinn, við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum síðustu ár. Mér finnst við hafa spilað fínan bolta í síðustu leikjum, vonandi sér fólk það.“

Hákon Arnar Haraldasson lék sinn fyrsta landsleik á fimmtudag með Birki á miðjunni. „Hann stóð sig gríðarlega vel. Gaman að sjá þegar svona ungur leikmaður kemur inn í sinn fyrsta leik. Að mínu mati var hanneinn af bestu mönnum vallarins, hann á mjög bjarta framtíð og mér hlakkar til að sjá hvernig þróunin hans verður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi