fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Strákarnir klárir í hvað sem er – „Þurfum að halda áfram með sama hugarfar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 13:20

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U-21 árs landslið Íslands mætir því tékkneska í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2023. Leikið verður heima og að heiman. Fara leikirnir fram á dögunum 19. – 27. september næstkomandi.

Lokamótið fer svo fram í Georgíu og Rúmeníu frá 21. júní til 8. júlí á næsta ári.

„Þetta er bara spennandi. Tékkarnir eru gott lið, voru með Englandi í riðli og fóru nokkuð örugglega í gegnum sína leiki. Þeir héldu sjö sinnum hreinu í tíu leikjum, sem er ansi gott,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 liðsins, við 433.is eftir dráttinn.

„Ég er ekkert búinn að skoða þá í þaula en aðeins búinn að kynna mér þá síðasta klukkutímann.“

Tékkland gerði góða hluti í riðli sínum með Englandi og endaði í öðru sæti, búast má við erfiðu verkefni fyrir U21 árs lið Íslands. Davíð er þó fullur sjálfstrausts.

„Við spiluðum við góð lið í okkar riðli líka. Ég tel okkar lið vera klárt í hvað sem er. Við þurfum að halda áfram með sama hugarfar.“

„Á þessu stigi eru öll liðin góð,“ sagði Davíð. „Þetta verða góðir leikir, tvö góð lið. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld