fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Endurkoma Keflvíkinga dugði ekki til

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 1. júní 2022 19:58

Sandra María Jessen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór/KA fékk Keflavík í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimakvenna.

Tiffany Janea McCarty kom Þór/KA yfir með skalla tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og Sandra María Jessen bætti við forystuna, einnig með skalla, á 53. mínútu.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir minnkaði muninn fyrir Keflavík 11 mínútum síðar en Margrét Árnadóttir kom heimakonum í Þór/KA aftur í tveggja marka forystu á 72. mínútu eftir frábæra sendingu frá Tiffany.

Keflvíkingar voru ekki hættir og Caroline McCue Van Slambrouck minnkaði muninn í 3-2 á 77. mínútu en nær komust gestirnir ekki.

Bæði lið hafa átt misjöfnu gengi að fagna það sem af er leiktíðar en Þór/KA fer upp fyrir Keflavík með sigrinum í kvöld og er með níu stig eftir sjö leiki. Keflavík er áfram með sjö stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar