fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Besta deild karla: Miklir yfirburðir Blika á Skaganum – Ísak skorar og skorar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 15:58

Ísak í leik með Breiðabliki 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik valtaði yfir ÍA uppi á Akranesi í leik sem lauk fyrir stuttu í Bestu deild karla.

Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu með marki eftir fyrirgjöf frá Davíð Ingvarssyni.

Hinn sjóðheiti Ísak Snær Þorvaldsson tvöfaldaði forystu gestanna örfáum mínútum síðar. Hann var aftur á ferðinni á 25. mínútu með sitt sjötta mark í sumar. Breiðablik komið í 0-3. Þannig var staðan í hálfleik.

Dagur Dan Þórhallsson skoraði fjórða mark Blika eftir mistök í vörn Skagamanna á 64. mínútu.

Staðan batnaði aðeins fyrir ÍA þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks. Þá setti Viktor Örn Margeirsson boltann í eigið net.

Anton Logi Lúðvíksson innsiglaði hins vegar 1-5 sigur Blika með flottu marki seint í leiknum.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. ÍA er með 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld