fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Besta deild karla: Miklir yfirburðir Blika á Skaganum – Ísak skorar og skorar

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 15:58

Ísak Snær fer afar vel af stað í Bestu deildinni. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik valtaði yfir ÍA uppi á Akranesi í leik sem lauk fyrir stuttu í Bestu deild karla.

Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu með marki eftir fyrirgjöf frá Davíð Ingvarssyni.

Hinn sjóðheiti Ísak Snær Þorvaldsson tvöfaldaði forystu gestanna örfáum mínútum síðar. Hann var aftur á ferðinni á 25. mínútu með sitt sjötta mark í sumar. Breiðablik komið í 0-3. Þannig var staðan í hálfleik.

Dagur Dan Þórhallsson skoraði fjórða mark Blika eftir mistök í vörn Skagamanna á 64. mínútu.

Staðan batnaði aðeins fyrir ÍA þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks. Þá setti Viktor Örn Margeirsson boltann í eigið net.

Anton Logi Lúðvíksson innsiglaði hins vegar 1-5 sigur Blika með flottu marki seint í leiknum.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. ÍA er með 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku