fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Besta deild karla: Miklir yfirburðir Blika á Skaganum – Ísak skorar og skorar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 15:58

Ísak í leik með Breiðabliki 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik valtaði yfir ÍA uppi á Akranesi í leik sem lauk fyrir stuttu í Bestu deild karla.

Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu með marki eftir fyrirgjöf frá Davíð Ingvarssyni.

Hinn sjóðheiti Ísak Snær Þorvaldsson tvöfaldaði forystu gestanna örfáum mínútum síðar. Hann var aftur á ferðinni á 25. mínútu með sitt sjötta mark í sumar. Breiðablik komið í 0-3. Þannig var staðan í hálfleik.

Dagur Dan Þórhallsson skoraði fjórða mark Blika eftir mistök í vörn Skagamanna á 64. mínútu.

Staðan batnaði aðeins fyrir ÍA þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks. Þá setti Viktor Örn Margeirsson boltann í eigið net.

Anton Logi Lúðvíksson innsiglaði hins vegar 1-5 sigur Blika með flottu marki seint í leiknum.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. ÍA er með 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu