fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Sjáðu þegar stuðningsmenn Everton réðust inn á völlinn í kvöld

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 22:03

Stuðningsmenn Everton fögnuðu ógurlega í kvöld (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton vann magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn þýðir að Everton leikur í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa verið í bullandi fallbaráttu meirihluta tímabils.

Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Jean-Philippe Mateta og Jordan Aywe. Michael Keane minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Richarlison jafnaði metin á 75. mínútu.

Dominic Calvert-Lewin tryggði Everton sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Demarai Gray. Stuðningsmenn Everton hlupu inn á völlinn í kjölfarið og þurfti að reka þá aftur í stúku til að halda leiknum áfram.

Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Palace menn reyndu hvað þeir gátu að jafna. Allt kom þó fyrir ekki og stuðningsmenn Everton létu ekki á sér standa í leikslok og réðust inn á völlinn á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Í gær

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Í gær

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann