fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Kristján Björn sleppur við refsingu hjá KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. maí 2022 14:18

Mynd/Víkingur Ólafsvík á Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 1/2022 ÍR gegn Víkingi Ólafsvík. Hefur áfrýjunardómstóll KSÍ fellt úr gildi ákvæði í úrskurði í máli nr. 3/2022 hjá aga- og úrskurðarnefnd um sex mánaða leikbann Kristjáns Björns Ríkharðssonar.

Í niðurstöðukafla dómsins segir m.a.:
„Að mati dómsins og á grundvelli almennra lagasjónarmiða skal viðurlagaákvæði það sem er að finna í grein 36.4. skýrt þröngt. Skýr viðurlagaheimild skal vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að háttsemi falli undir lýsingu viðurlagaákvæðisins. Í greinargerð áfrýjanda svo og í öðrum gögnum kemur fram að Kristján Björn er hvorki stjórnarmaður né launaður starfsmaður hjá knattspyrnudeild UMF Víkings. Í hinum áfrýjaða úrskurði byggir niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar um viðurlög, skv. grein 36.4., á því að Kristján Björn Ríkharðsson, sem skráður var sem forráðamaður hjá liði áfrýjanda í umræddum leik, hafi ritað undir og staðfest innihald leikskýrslunnar. Þannig hafi Kristján borið ábyrgð á innihaldi leikskýrslu er varðar lið áfrýjanda.“

„Það er hins vegar mat dómsins að áður en brot Kristjáns geti verið heimfært undir nefnda grein 36.4. þurfi að skera úr um það hvort hlutverk Kristjáns hjá hlutaðeigandi félagi falli undir það vera hlutverk þjálfara eða forystumanns. Verður ekki ráðið af gögnum málsins að Kristján hafi verið í hlutverki þjálfara hjá hlutaðeigandi félagi né í forystuhlutverki, þrátt fyrir að hafa undirritað leikskýrslu sem forráðamaður hjá liði Víkings Ólafsvíkur. Verður Kristján Björn, sem forráðamaður í umræddum leik, því ekki úrskurðaður í leikbann vegna brots hlutaðeigandi félags, þar sem hlutverk hans og háttsemi fellur ekki ótvírætt undir viðurlagaákvæði greinar 36.4.“

„Með vísan til framangreinds er ákvæði úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar um sex mánaða leikbann Kristjáns Björns Ríkharðssonar fellt úr gildi. Úrskurður um sekt knattspyrnudeildar UMF Víkings að upphæð kr. 160.000,- og breytingu á úrslitum í leik Víkings Ólafsvíkur og ÍR þann 26. mars 2022 skal standa óhaggaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reyna að freista Palace með rúmum þremur milljörðum

Reyna að freista Palace með rúmum þremur milljörðum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bayern að fara á taugum – Hækka tilboðið en hann skoðar að fara frítt

Bayern að fara á taugum – Hækka tilboðið en hann skoðar að fara frítt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki