fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Hrósa Óskari sem hrósaði þeim sem hræktu á sig – „Mér finnst það viðbjóður“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir fóru yfir strikið í þessum leik, hrækja á Óskar. Hvernig dettur mönnum í hug að hrækja? Mér finnst það viðbjóður,“ segir Vilhjálmur Freyr Hallsson í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá  um stuðningsmenn ÍA.

Hrækt var á Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks á Akranesi um helgina. Atvikið átti sér stað í leik ÍA og Breiðabliks í Bestu deildinni á laugardag og myndband náðist af atvikinu og má sá það hér fyrir neðan.

Stuðningsmenn ÍA voru fyrir aftan varmannabekk Breiðabliks og létu hrákurnar rigna fyri varamannabekk Blika.

„Það rigndi yfir þá, þú varst blautur á bakinu,“ sagði Andri Geir Gunnarsson í Steve Dagskrá.

video
play-sharp-fill

Eftir leik fór Óskar í viðtöl og hrósaði stuðningsmönnum ÍA fyrir stemminguna og minntist ekkert á hrákuna. „Óskar Hrafn er maður að meiru, hann hafði það í sér að hrósa þeim.“

Vilhjálmur Freyr fór þá í það að nefna umrætt atvik. „Skaga slumman er hún kölluð. Pældu í því að þurfa að standa í því að láta hrækja á þig.“

Andri Geir vonar að Skagamenn láti af þessari hegðun sinni „Þetta var yfir strikið, það er næstum því að ég hafi gaman af þessu ef þetta er bara einu sinni. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
Hide picture