fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Frankfurt lánar Alexöndru til Breiðabliks fram að Evrópumótinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Jóhannsdóttir er komin heim til Breiðabliks á láni frá Eintracht Frankfurt út júní mánuð. Hún mun spila með Blikum fram að Evrópumótinu í sumar en þar verður hún í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Eftir Evrópumótið heldur
hún svo aftur til Frankfurt.

Alexandra sem er 22 ára gömu lék síðast með Breiðablik keppnistímabilið 2020. Í janúar árið 2021 hafði hún vistaskipti til Eintracht Frankfurt þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Alexandra hefur lítið fengið að spila undanfarna mánuði og vill því sækja sér mínútur til að vera í góðu standi á Evrópumótinu í sumar.

Alexandra varð Íslandsmeistari með Blikum árin 2018 og 2020 auk þess að verða Bikarmeistari 2018. Hún hefur leikið 88 leiki fyrir meistaraflokk Breiðablik skorað í þeim 44 mörk. Alexandra hefur leikið 23 A-landsleiki fyrir íslands hönd og skorað í þeim 3 mörk.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að þessi öflugi leikmaður verði með okkur næstu vikurnar og getum við ekki beðið eftir því að sjá Alexöndru aftur í grænu treyjunni,“ segir á vef Blika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar