fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
433Sport

Besta deild karla: Blikar með sannfærandi sigur í stórleiknum – Ísak sjóðheitur

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 1. maí 2022 21:09

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti FH í stórleik í Bestu deild karla í kvöld.

Fyrri hálfleikur var fremur lokaður. Gestirnir héldu Blikum vel í skefjum. Í uppbótartíma komust heimamenn hins vegar í gegn og endaði það með marki Ísaks Snæs Þorvaldssonar.

Staðan í hálfleik var 1-0.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik betur og bætti Kristinn Steindórsson við marki á 71. mínútu eftir klafs í teignum.

Ísak Snær fer afar vel af stað í Bestu deildinni. Mynd/Sigtryggur Ari

Aðeins mínútu síðar var Ísak Snær búinn að gera út um leikinn með þriðja marki Blika. Hann skoraði eftir undirbúning Davíðs Ingvarssonar. Þetta var fjórða mark Ísaks á tímabilinu.

Breiðablik vann að lokum sanngjarnan 3-0 sigur í þessum stórleik.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. FH er með þrjú stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag kom til Englands með einkaþotu og dvelur nú í dýrasta hverfi Lundúna

Ten Hag kom til Englands með einkaþotu og dvelur nú í dýrasta hverfi Lundúna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögulegur landsleikur í sumar

Sögulegur landsleikur í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Önnur fólskuleg líkamsárás á sama stað náðist á myndband – Lögreglan skoðar málið

Önnur fólskuleg líkamsárás á sama stað náðist á myndband – Lögreglan skoðar málið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vanda segir Arnari heimilt að velja Aron Einar í næsta landsliðshóp

Vanda segir Arnari heimilt að velja Aron Einar í næsta landsliðshóp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Stjarnan tók stigin þrjú með góðum kafla í lokin

Besta deild kvenna: Stjarnan tók stigin þrjú með góðum kafla í lokin