fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ísland fallið niður um sextán sæti í tíð Arnars

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. mars 2022 14:30

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA og situr ní í 63 sæti á listanum.

Liðið tapaði stórt gegn Spáni á þriðjudag en gerði jafntefli við Finnland um liðna helgi.

Þegar Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins sat liðið í 47 sæti listans og hafði fallið nokkur hratt niður listann á þeim tíma,

Ísland var í 18 sæti listans árið 2018 undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Arnar tók við landsliðinu í desember árið 2020 en stýrði sínum fyrstu leikjum árið 2021. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrst um sinn aðstoðarmaður hans en hætti undir lok síðasta árs og Jóhannes Karl Guðjónsson tók við.

Í leikjunum sautján hefur íslenska liðið fengið á sig 33 mörk en aðeins skorað sextán á móti. Liðið hefur svo aðeins unnið þrjá leiki af 17 en tveir sigrar komu gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum sem eru ekki hátt skrifaðar knattspyrnuþjóðir.

Liðið hefur undir stjórn Arnars gengið í gengum miklar breytingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu