Ísland er í 18. sæti á nýjum heimslista sem FIFA hefur gefið út. Liðið var í 16. sæti í síðustu útgáfu listans í desember.
Síðan þá hefur Ísland leikið þrjá leiki. Þessir leikir fóru allir fram á SheBelieves Cup í Bandaríkjunum. Ísland hafði betur gegn Tékklandi og Nýja Sjálandi, en tapaði gegn Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir að hafa bætt við sig 4.84 stigum á listanum komast bæði Suður Kórea og Kína fram fyrir Ísland.