fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Veit ekki með hvaða hætti Grétar Rafn kemur inn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 16:30

Grétar Rafn á blaðamannafundi / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna kveðst ekki vita með hvaða hætti Grétar Rafn Steinsson tæknilegur ráðgjafi KSÍ muni nýtast kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í sumar.

Talað hefur verið um að Grétar eigi að vinna með bæði karla og kvennalandsliðinu en samtali við Þorstein er ekki komið langt á veg.

Grétar tók til starfa á dögunum en aðeins eru fimm mánuðir í að kvennalandsliðið hefji leik á Evrópumótinu.

,,Við höfum ekki rætt neina svona nákvæma útlistun á því hvernig þetta kemur til með að vera. En hann kemur klárlega inn í þetta að einhverju leyti með einhverjar hugmyndir hvernig við komum til með að vinna þetta;“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.

Grétar Rafn er búsettur í Bretlandi en kemur hingað til lands á næstu dögum.

„Hann kemur aftur til landsins í næstu viku, þá á ég von á því að það verði settur meiri kraftur í þetta og þá fáum við meiri innsýn inn í hans hugmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist