fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Veit ekki með hvaða hætti Grétar Rafn kemur inn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 16:30

Grétar Rafn á blaðamannafundi / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna kveðst ekki vita með hvaða hætti Grétar Rafn Steinsson tæknilegur ráðgjafi KSÍ muni nýtast kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í sumar.

Talað hefur verið um að Grétar eigi að vinna með bæði karla og kvennalandsliðinu en samtali við Þorstein er ekki komið langt á veg.

Grétar tók til starfa á dögunum en aðeins eru fimm mánuðir í að kvennalandsliðið hefji leik á Evrópumótinu.

,,Við höfum ekki rætt neina svona nákvæma útlistun á því hvernig þetta kemur til með að vera. En hann kemur klárlega inn í þetta að einhverju leyti með einhverjar hugmyndir hvernig við komum til með að vinna þetta;“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.

Grétar Rafn er búsettur í Bretlandi en kemur hingað til lands á næstu dögum.

„Hann kemur aftur til landsins í næstu viku, þá á ég von á því að það verði settur meiri kraftur í þetta og þá fáum við meiri innsýn inn í hans hugmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla