fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Hafður að háð og spotti eftir martröð gærdagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. desember 2022 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku átti herfilegan dag er belgíska karlalandsliðið féll úr leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar í gær.

Belgía þurfti sigur í gær til að komast áfram og fékk Lukaku heldur betur færin til þess að skora. Allt kom þó fyrir ekki og Belgar úr leik, sem þykja gífurleg vonbrigði fyrir þetta sterka lið.

Króatar fylgja Marokkó upp úr riðlinum.

Ekki var Ivan Rakitic að bæta úr skák eftir leik með myndbandi sem hann birti. Hann er fyrrum landsliðsmaður Króatíu.

„Koma svo Lukaku. Við verðum að gefa honum mánaðarfrí í Split (í Króatíu). Koma svo!“ segir hann í myndbandinu.

Lukaku hefur átt erfitt innan vallar undanfarið. Hann er á láni hjá Inter frá Chelsea.

Myndband Rakitic má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki