fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
433Sport

Líður eins og dæmdum manni þegar fólk horfir á

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. desember 2022 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold varnarmanni Liverpool líður eins og dæmdum manni þegar hann spilar fótbolta. Hann segir það klisju að halda því fram að hann kunni ekki að verjast.

Trent er í HM hópi Englands en er í aukahlutverki, líklega voru það aðeins meiðsli Reece James sem komu þessum öfluga varnarmanni inn í hópi.

„Það er svo auðvelt að segja þetta bara,“ segir Trent um málið og þá skoðun sem margir hafa um að hann sé lélegur varnarmaður.

„Fólk horfir á leiki og sér það sem það vill sjá, það hefur þessa skoðun áður en leikurinn byrjar. Ef þú ferð að horfa á leik og hefur ákveðna skoðun á leikmanni áður en allt byrjar. Ef þú hleypur ekki einu sinni þá ertu latur, þú sérð það sem þú vilt sjá. Þú horfir ekki á þegar leikmaðurinn er á fullu allan leikinn.“

Það fer í taugarnar á Trent hvernig fólk lætur. „Mér líður eins og ég sé dæmdur fyrir fram, fólk fer og horfir á leiki og telur mig lélegan varnarmann. Að ég geti ekki varist almennilega, þegar ég geri ein mistök þá segir fólk að það hafi rétt fyrir sér.“

„Á köflum líður mér eins og það skipti engu máli hvað ég geri, ef á á ekki hinn fullkomna leik þá er það ekki nóg fyrir fólk. Ég verð bara að halda áfram.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United í úrslitaleik deildarbikarsins

Manchester United í úrslitaleik deildarbikarsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Davíð Snorri velur hóp til æfinga

Davíð Snorri velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svava þvertekur fyrir orðróma sem fóru á kreik

Svava þvertekur fyrir orðróma sem fóru á kreik
433Sport
Í gær

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer
433Sport
Í gær

Af hverju er meiri áhugi á að kaupa Manchester United en Liverpool?

Af hverju er meiri áhugi á að kaupa Manchester United en Liverpool?