fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Fleiri neikvæð tíðindi af Ronaldo sem gera honum erfiðara fyrir

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Cristiano Ronaldo og umboðsmanns hans, Jorge Mendes, er ekki sagt gott. Spænski fjölmiðillinn AS segir frá þessu.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Hann fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan á dögunum þar sem hann hraunaði yfir mann og annan hjá Manchester United, þar á meðal stjórann Erik ten Hag.

Í kjölfarið var samningi hans á Old Trafford rift.

Þá missti Ronaldo byrjunarliðssæti sitt í portúgalska landsliðinu á miðju Heimsmeistaramóti í Katar. Liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum af hendi Marokkó.

Nú leitar kappinn sér að nýju félagi. Það hjálpar hins vegar ekki að samskipti hans við Mendes eru ekki á góðu nótunum eins og er.

Al-Nassr í Sádi-Arabíu hefur hvað helst verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur næsti áfangastaður Ronaldo. Það er hins vegar ekkert komið á hreint í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Í gær

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli
433Sport
Í gær

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag