fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Bayern Munchen horfir til hetju Króata í fjarveru Neuer

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen hefur sitt sig í samband við fulltrúa markvarðarins Dominik Livakovic í kjölfar frábærra frammistaða hans með króatíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Það er Sky í Þýskalandi sem heldur þessu fram.

Þýska stórveldið leitar að markverði til bráðabirgða í kjölfar þess að Manuel Neuer meiddist á skíðum og verður frá út tímabilið.

Livakovic hefur verið frábær fyrir Króatíu og frammistaða hans í vítaspyrnukeppnum risastór ástæða fyrir því að liðið er komið alla leið í undanúrslit HM, þar sem liðið mætir Argentínu í kvöld.

Markvörðurinn Alexander Nubel er hugsaður sem langtímalausn í marki Bæjara, eftir að Neuer hverfur á braut. Sá er hins vegar á láni hjá Monaco.

Sem stendur er Sven Ulreich varamarkvörður Bayern en ekki er ljóst hvort félagið ætli að treysta á hann.

Því horfa Þjóðverjar til Livakovic. Hann er á mála hjá Dinamo Zagreb og hefur aldrei spilað utan Króatíu. Samningur hans við Dinamo rennur út sumarið 2024.

Bayern er á toppi þýsku deildarinnar þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard