fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
433Sport

Arnar Þór gerir upp árið og skoðar gögnin: „Getum ekki tekið margar ákvarðanir út frá tilfinningum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu var gestur í sjónvarpsþætti 433.is í gær. Hann verður einnig gestur í þættinum eftir viku.

Íslenska landsliðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna á árinu en Arnar hefur í starfi talað um að vera með tilbúið lið á næsta ári.

„Heilt yfir erum við mjög sáttir með árið, við settum 2022 upp sem það ár sem við þyrftum til að undirbúa liðið fyrir undankeppnina á næsta ári. Mest allt sem við lögðum upp með, öll þau verkefni sem við fórum í, hvort sem það er innan sem utan vallar. Flest þau verkefni gengu vel,“ segir Arnar í þættinum.

Árið eins og iðulega byrjaði á verkefni í janúar sem er fyrir leikmenn sem spila á Íslandi og þá sem leika í Skandinavíu.

„Stærsti tilgangurinn er að geta skoðað þá leikmenn sem eru að standa sig mjög vel, hvort sem það er á Íslandi eða í Skandinavíu. Það er oft þannig að maður er að skoða leiki og leikmenn, en það er ekki möguleiki að sjá þessa leikmenn í landsleikjum. Það er fyrsti tilgangurinn, að gefa tækifæri til að sýna sig og sanna.“

video
play-sharp-fill

Davíð Kristján Ólafsson var einn þeirra sem lék í janúar en það voru hans fyrstu landsleikir undir stjórn Arnars. Davíð nýtti þann glugga vel og stimplaði sig inn sem lykilmann í A-landsliðið.

„Davíð var í þessu verkefni, þetta var ekki auðvelt verkefni. Hann var að skipta um lið og hafði ekki skrifað undir hjá Kalmaar, þú villt ekki meiðast. Þarna kynntumst við og ég honum Davíð. Svo fer hann í Kalmaar og var frábær með sýnu liði og spilaði vel í þeim leikjum sem hann var svo í hjá okkur.“

„EF það er 1-2 sem koma inn þá er það mjög vel heppnaður gluggi, við förum í svona glugga í janúar til Portúgals. Þetta getur líka verið að skoða unga leikmenn sem geta á endanum tekið skrefið.“

Svona var gengi liðsins í A-landsleikjum á árinu sem voru á alþjóðlegum dögum.

Litlu hlutirnir:

Íslenska liðið lék fjóra keppnisleiki á árinu sem allir enduðu með jafntefli í Þjóðadeildinni.

„Það eru litlu hlutirnir í fótbolta en sérstaklega í landsliðinu. Mér fannst við í júní glugganum, þá náum við að laga það sem var ekki nógu gott í mars. Sóknarlega fannst mér við taka stór skref,  við vorum ekki nógu þroskaðir að stjórna leikjum. Við fengum of auðveld mörk á okkur, þetta eru allt hlutir sem er hluti af því að þróa þetta lið. Mér fannst skrefin vera góð,“ segir Arnar

„Við hefðum viljað vinna einn af þessum leikjum, jafnteflin gefa okkur ekki mikið. Við höfum tekið stór skref,“ segir Arnar um málið.

Reynslan skiptir máli:

Nokkrir af eldri leikmönnum landsliðsins snéru aftur á þessu ári og segir Arnar að það skipti miklu máli.

„September glugginn var fyrsti glugginn sem við fengum reynslu, þá eldri leikmenn sem höfðu verið fjarverandi. Maður sér það strax eftir fyrstu æfingu, ég sagði það við Jóa (Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfara) strax eftir fyrstu æfingu. Þegar maður sér Aron, Alfreð og Gulla, ég sagði við Jóa að þarna gætu púslin farið að falla betur saman. Þeir gefa svo mikið af sér, þessir eldri og reyndari og taka aðeins pressuna af þeim yngri. Þessir eldri fá svo orku frá yngri, leikurinn gegn Venesúela er betra game managment  en áður og líka gegn Albaníu. Það var jákvætt að vinna þennan leik, það hafa verið ansi mörg jafntefli og það var því gott að vinna.“

Landsliðið endaði svo árið á því að spila í Baltic bikarnum þar sem liðið vann sigur í mótinu. Fyrri leikurinn var gegn Litháen og úrslitaleikurinn gegn Lettlandi, báðir leikir unnust í vítaspyrnukeppni.

„Fyrri leikurinn, við fórum inn í þetta verkefni og tilgangurinn var að fá leiki sem við gátum stjórnað leikjunum. Það verða þannig leikir árið 2023, við fórum inn í leikinn gegn Litháen með það að skora nokkur mörk. Við vorum svekktir með að skora ekki úr þeim færum sem við fengum, fyrri hálfleikurinn var fínn þar sem við fáum hið minnsta þrjú dauðafæri. Þá spilast leikurinn öðruvísi ef við nýtum þau,“ segir Arnar.

„Strákarnir gerðu vel gegn Lettlandi, við sköpuðum haug af færum. Maður fann það á öllu að þeir tóku þessu mjög alvarlega, maður fann það á öllum. Þetta var rosalega mikilvægt fyrir þá að þetta færi fram, það var gaman að taka þátt í þessu. Við unnum þetta mót, við vinnum ekki oft mót. Skemmtilegasta er að við tókum 15 víti og skoruðum úr öllum.“

Arnar segir að hann og teymi hans hafi svo unnið í því að búa til góða liðsheild á nýjan leik í landsliðinu. „Það er eitthvað sem við höfum unnið í, það var mikilvægt að fá þessa eldri og reyndari inn. Þeir vilja vinna allt, það þarf að vera gaman til að búa til liðsheild. Utan vallar og á æfingum erum við að reyna að skapa liðsheild, þetta hefur verið að vaxa allt árið. Það var mjög jákvætt í september og í nóvember.“

Tölfræði liðsins á árinu:

Í seinni hluta þáttarins fór Arnar í gegnum tölfræði liðsins á árinu og þá hluti sem hann hefur unnið í með liðið.

„Við getum ekki tekið margar ákvarðanir út frá tilfinningum, það er ekki jákvætt held ég. Við erum mikið að skoða hlaupatölur, við erum með kerfi sem mælir líkamlega hlutann, taktíkina líka með bolta og án bolta. Við erum að skoða mikið af gögnum,“ segir Arnar.

Hér má sjá hlaupatölur liðsins á árinu.

„Við erum yfirleitt að hlaupa meira en andstæðingurinn, þú þarft að geta borið þig saman við andstæðinginn. Leikmyndin er mikilvæg.“

Arnar segir að bætinga sé þörf þegar kemur að sprettmetrum sem liðið skilar. Það sýni gögnin.

„Það sem mikilvægast eru metrar sem liðið hleypur yfir 20 kílómetra á klukkustund. Það er þar sem við getum bætt okkur hvað mest, í háhraða svæðum þá erum við líka oft að hlaupa meira en andstæðingurinn en við þurfum að taka skref fram á við.“

Hér er svo tölfræðin skoðuð út frá því hvernig liðið hleypur.

„Við sem lið þurfum að taka skref í rétta átt, helst ef maður skoðar samanburðinn sem er að gerast á HM. Ef við líkjum okkur saman við Portúgal, þeirra meðaltal í fyrstu þremur leikjum er hærra en okkar meðaltal. Við sjáum líka þegar við erum upp á okkar besta. Þær tölur koma gegn Albaníu, þegar við erum tíu. Þá erum við að sjá tölur sem eru hærra en hjá Portúgal.“

„Við þurfum að læra að hlaupa þessa spretti á réttum tíma, það þýðir ekki að vera eins og Forrest Gump og hlaupa bara og hlaupa.“

Frá því að Arnar tók við hefur hann reynt að bæta pressu liðsins og hvernig það heldur í boltann á vallarhelmingi andstæðinganna.

Fjöldi sendinga og hlutfall heppnaðra sendinga.

„Við verðum að geta varist, nýja kynslóðin af leikmönnum okkar. Núna og framtíðin er að við eigum eftir að eiga betri tæknilega leikmenn, við sjáum á tölfræðinni í ár að hægt og rólega erum við að halda boltanum á vallarhelmingi andstæðinganna. Þetta snýst ekki um að senda boltann í öftustu varnarlínu, við viljum fara hratt fram á við og spila í gegnum andstæðinginn.“

„Þetta var það sem við vildum mest vinna með í ár, hvernig við setjum pressu og hvert við stýrum andstæðingnum. PPDA sýnir hvað andstæðingurinn fær margar sendingar áður en við setjum pressu.“

Hér má sjá PPDA tölfræðina í leikjum ársins.

Til að setja PPDA tölfræðina í samanburð sem sýnir pressu liðsins var Arnar með tölur frá Liverpool og Köln.

„Að vera með meðaltal yfir heilt tímabil eins og Liverpool og Köln, að vera þar í kringum 8 er frábært. Við þurfum að læra þetta

„Þú vinnur ekki leiki út frá PPDA, en þetta er eitt af því sem við erum að skoða. Við þurfum að læra af reynslunni, við þurfum að bæta okkur í mörgum hlutum til að ná árangri eins og 2016 og 2018. Við viljum fara á stórmót,“ segir Arnar.

Viðtalið er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Tarkowski kláraði Arsenal á Goodison

Enska úrvalsdeildin: Tarkowski kláraði Arsenal á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska: Gakpo og Weghorst fremstir

Byrjunarliðin í enska: Gakpo og Weghorst fremstir
433Sport
Í gær

Enn einn hluturinn klikkar hjá Everton – Valdi Nottingham Forest frekar

Enn einn hluturinn klikkar hjá Everton – Valdi Nottingham Forest frekar
433Sport
Í gær

Lét dómarann heyra þao og fékk beint rautt spjald – ,,Þú ert til skammar og ömurlegur dómari“

Lét dómarann heyra þao og fékk beint rautt spjald – ,,Þú ert til skammar og ömurlegur dómari“