Nítján leikmenn eiga í hættu að fá sitt annað gula spjald í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins sem framundan eru í Katar.
Fyrri tveir leikir 8-liða úrslitanna fara fram á morgun og þeir seinni á laugardag.
Nóg er að fá tvö gul spjöld til að fara í eins leiks bann á HM. Spjöldin þurrkast hins vegar út fyrir undanúrslitin.
8 liða úrslitin
Króatía – Brasilía (kl. 15 á morgun)
Holland – Argentína (kl. 19 á morgun)
Marokkó – Portúgal (klukkan 15 á laugardag)
England – Frakkland (klukkan 19 á laugardag)
Hér að neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru á gulu spjaldi og eiga í hættu á að fara í leikbann, fái þeir gult spjald í 8-liða úrslitunum.
Króatía
Luka Modric
Dejan Lovren
Brasilía
Bruno Guimaraes
Fred
Eder Militao
Holland
Nathan Ake
Matthijs de Ligt
Argentína
Gonzalo Montiel
Marcos Acuna
Marokkó
Sofyan Amrabat
Abdelhamid Sabiri
Romain Saiss
Portúgal
Bruno Fernandes
Joao Felix
Ruben Dias
Danilo
Ruben Neves
England
Enginn á spjaldi
Frakkland
Aurelien Tchouameni
Jules Kounde