Arsenal borgar 150 milljónum punda minna en Manchester United í laun leikmanna og starfsmanna. Þetta kemur fram í uppgjöri síðasta tímabils hjá félögunum. Enskir fjölmiðlar fjalla um þetta í dag.
Arsenal greiddi um 205 milljónir punda í laun, sem er um 34 milljónum punda minna en árið áður.
Aftur á móti greiðir United 150 milljónum pundum meira í laun.
Þrátt fyrir að hafa tekist að skera vel niður hefur gengi Arsenal aðeins legið upp á við. Liðið er á toppi deilarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City nú þegar hlé stendur yfir vegna Heimsmeistaramótsins í Katar.
Frá því Mikel Arteta tók við Arsenal í lok árs 2019 hefur félagið losað sig við fjölda leikmanna sem ekki voru í stóru hlutverki og þannig sparað sér háar fjárhæðir.