fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
433Sport

Dómarar slíta samstarfi og ekkert mót fer fram: Elvar Geir segir – „Kemur mér gríðarlega á óvart“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. desember 2022 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið árlega æfingamót sem Fótbolti.net hefur staðið fyrir í rúm tíu ár fer ekki fram að þessu sinni. Vísir.is segir frá og er því haldið fram að dómarar neiti að vinna við leiki sem Fótbolti.net skipuleggur.

Mótið hefur frá 2011 farið fram í janúar og gefið liðum tækifæri til að koma sér af stað inn í nýtt knattspyrnuár.

Nú hefur hins vegar stjórn Félags deildardómara (FDD) ákveðið að taka ekki þátt og dæma. Samkvæmt Vísi.is er það vegna ummæla sem hafa fallið í útvarps og hlaðvarpsþáttum Fótbolta.net.

„Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

Bréf var sent á vefmiðilinn þar sem dómarar greindu frá samkvæmt frétt Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríki og borg gera ekkert og Máni segir – „Meginþorrinn af þessu öllu væri einkarekinn“

Ríki og borg gera ekkert og Máni segir – „Meginþorrinn af þessu öllu væri einkarekinn“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp súr á svip eftir tapið: ,,Fyrir utan það er ekkert gott um leikinn að segja“

Klopp súr á svip eftir tapið: ,,Fyrir utan það er ekkert gott um leikinn að segja“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Haaland fagna markinu gegn Liverpool – Vakti mikla athygli í stúkunni

Sjáðu Haaland fagna markinu gegn Liverpool – Vakti mikla athygli í stúkunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin hafnaði boðinu – Fá ekki að mynda á bakvið tjöldin

Enska úrvalsdeildin hafnaði boðinu – Fá ekki að mynda á bakvið tjöldin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni tekur dæmi um Friðrik Dór og Jón Jónsson og heimfærir á fótboltann

Máni tekur dæmi um Friðrik Dór og Jón Jónsson og heimfærir á fótboltann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Skíturinn sem gekk yfir stjórnarmenn þegar öll málin voru í gangi“

„Skíturinn sem gekk yfir stjórnarmenn þegar öll málin voru í gangi“
433Sport
Í gær

FH áfrýjar dómnum – ,,Knattspyrnudeild FH hefur staðið skil á öllum greiðslum til leikmannsins“

FH áfrýjar dómnum – ,,Knattspyrnudeild FH hefur staðið skil á öllum greiðslum til leikmannsins“
433Sport
Í gær

Hlustaði ekki á aðstoðarmanninn sem sagði honum að kaupa Grealish

Hlustaði ekki á aðstoðarmanninn sem sagði honum að kaupa Grealish