fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þorgrímur útskýrir pistilinn sem er á allra vörum – Þvertekur fyrir að skjóta á einn eða neinn

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi pistil sem hann ritaði gær. Hefur hann vakið mikla athygli.

Spjótin hafa svo sannarlega staðið að forystu Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga. Sambandið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að spila vináttulandsleik gegn Sádí Arabíu. KSÍ samþykkti leikinn gegn því að fá væna summu greidda frá Sádum. Mannréttindabrot þar í landi eru af ýmsum toga og þykir mörgum það óeðlilegt að Ísland taki leik við slíka þjóð.

Eftir leikinn á sunnudag fékk Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins treyju frá búningastjóra liðsins fyrir að spila sinn 100 landsleik. Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson fengu samskonar treyju á síðasta ári þegar þeir klukkuðu 100 leikina. Slík hefð hefur ekki skapast í kvennalandsliðinu og við það eru nokkrar landsliðskonur ósáttar. Dagný Brynjarsdóttir steig fram fyrir skjöldu og lét sambandið heyra það.

Þorgrímur ritaði pistil í gær, þar sem hann kom starfsfólki KSÍ til varnar. Þá nýtti hann tækifærið og þakkaði KSÍ kærlega fyrir tímann sem hann var hjá sambandinu.

Sjá einnig:
Þorgrímur skerst í leikinn: Þakkar landsliðsfólk fyrir 300 þúsund krónur? – „Starfsmenn líða fyrir álagið og ásakanirnar“

„Ég var starfsmaður þarna í fjórtán ár. Svo hættir maður með skrýtnum hætti fyrir ári og ég var pirraður. Ég skrifaði samt ekki neitt um það. Svo allt í einu fór ég að hugsa: Vá, ég fékk tækifæri til að fara á HM með strákunum og EM, er búinn að upplifa mínar stærstu stundir í lífinu fyrir hönd KSÍ og ég hef ekki þakkað neinum fyrir það. Þess vegna finnst mér bara gaman að skipta um skoðun,“ segir Þorgrímur í Bítinu.

„Mig langaði með þessari færslu að þakka þessum geggjuðu strákum og starfsmönnum sem ég hef verið með öll þessi ár.“

Þorgrímur segist alls ekki hafa verið að skjóta á leikmenn kvennalandsliðsins, sem gagnrýndu KSÍ, með færslu sinni.

„Ég er ekki að gera það. Ég tók undir með færslu Dag­nýjar á sínum tíma, svo fór ég að velta þessu fyrir mér. Dag­ný og þessar stelpur, Sara Björk og fleiri eru braut­ryðj­endur. Á­bending Dag­nýjar er bara gerð af góðum hug til þess að vernda komandi kyn­slóðir. Auð­vitað á sama um­gjörð og allt slíkt að vera bæði hjá stelpum og strákum. Hennar færsla vakti mig til um­hugsunar, um þakk­lætið.“

Þorgrímur bendir á að það skapist hefðir hjá hverju landsliði fyrir sig.

„Ég hef gefið öllum lands­liðs­mönnum bækur þegar að mig langaði til. Þetta snýst líka mikið um frum­kvæði hvers hóps fyrir sig. Ætli það séu ekki ein­hver tólf lands­lið starfandi á vegum KSÍ, svo erum við með öll lands­liðin í hinum greinunum. And­rúms­loftið í kringum hvert lands­lið fyrir sig snýst bara um það hvernig leik­menn og starfs­menn eru í kringum það. Það eru þeir sem skapa það.“

Það var greint frá því í byrjun árs að Þorgrímur myndi ekki lengur starfa í kringum karlalandsliðið, eins og hann hafði gert í áraraðir. Heimir Karlsson spurði hann hvort það hefði ekki átt að þakka honum fyrir unnin störf, en það var ekki gert.

„Auð­vitað er það kurteisi, en ég gerði engar kröfur til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum