Gareth Bale, leikmaður Wales, hefur staðfest það að hann sé ekki að leggja skóna á hilluna eftir að liðið féll úr keppni á HM.
Wales tapaði gegn Englandi 3-0 í riðlakeppninni í gær og mun ekki spila fleiri leiki á HM í Katar.
Talið var að Bale myndi leggja skóna á hilluna eftir HM en hann ætlar að mæta í næsta verkefni sem er í mars.
,,Ég mun halda áfram eins lengi og ég get og svo lengi sem einhver vill mig,“ sagði Bale við BBC.
,,Þetta er erfitt augnablik en við höldum áfram. Næsta undankeppni byrjar í mars. Það eru nokkrir mánuðir í næsta landsliðsverkefni sem er augljóslega svekkjandi.“
,,Við hefðum elskað það að vera hér lengur en við mætum aftur í mars. Ég vonast til að vera hluti af því.“