Alex Sandro, leikmaður Brasilíu, verður ekki með liðinu í lokaleik riðlakeppninnar gegn Kamerún á föstudag.
Þetta hefur verið staðfest en Sandro meiddist gegn Sviss á mánudaginn og tók Alex Telles hans pláss á vellinum.
Ljóst er að Sandro er að glíma við meiðsli í læri og er óvitað hvort hann verði klár í útsláttarkeppnina.
Sandro var tekinn af velli seint í leiknum gegn Sviss en það hafði ekki áhrif þar sem Brasilía vann 1-0 sigur.
Brassarnir eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum og eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.