fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Amma Luke Shaw lést skömmu fyrir fyrsta leik hans á HM

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 16:00

Enska landsliðið fagnar marki á HM 2022. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw hefur greint frá því að amma hans hafi látið lífið aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar.

Shaw fékk tíma til þess að syrgja ömmu sína sem var honum mikilvæg, hún hafði lengi glímt við veikindi.

„Hún hafði lengi barist við krabbamein og því miður féll hún frá rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Shaw.

„Southgate var mjög góður við mig og sagði að ég gæti fengið þann tíma sem ég vildi til að ná áttum. Ég er hins vegar mættur hérna á HM í fyrsta sinn og ég vildi ekki missa af því.“

Hann segist hafa fengið tíma til þess að syrgja. „Ég fékk góðan tíma fyrir mig og nú er það bara einbeiting á HM,“ sagði Shaw eftir að enska liðið tryggði sig áfram í 16 liða úrslit.

„Hún var mér virkilega mikilvæg í æsku, ég varði miklum tíma hjá henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl