fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

West Ham sættir sig við stöðuna og setur verðmiða á Rice

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Matt Law, virtum blaðamanni Telegraph, hefur West Ham sætt sig við að Declan Rice yfirgefi félagið næsta sumar. Þá segir hann jafnframt að Hamrarnir hafi sett verðmiða á fyrirliðann.

Rice er aðeins 23 ára gamall en hefur verið algjör lykilmaður hjá West Ham undanfarin ár þrátt fyrir það.

Hann hefur reglulega verið orðaður við stærri félög á Englandi, eins og Chelsea og Manchester United, fyrir háar fjárhæðir. Hingað til hefur West Ham neitað að selja.

Nú á Rice hins vegar aðeins um eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við West Ham og sætti félagið sig því við að selja hann næsta sumar til að fá summu fyrir hann.

Samkvæmt Law mun West Ham biðja um 70 milljónir punda, vilji önnur félög tryggja sér þjónustu leikmannsins.

Þessa stundina er Rice staddur með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“