fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

West Ham sættir sig við stöðuna og setur verðmiða á Rice

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Matt Law, virtum blaðamanni Telegraph, hefur West Ham sætt sig við að Declan Rice yfirgefi félagið næsta sumar. Þá segir hann jafnframt að Hamrarnir hafi sett verðmiða á fyrirliðann.

Rice er aðeins 23 ára gamall en hefur verið algjör lykilmaður hjá West Ham undanfarin ár þrátt fyrir það.

Hann hefur reglulega verið orðaður við stærri félög á Englandi, eins og Chelsea og Manchester United, fyrir háar fjárhæðir. Hingað til hefur West Ham neitað að selja.

Nú á Rice hins vegar aðeins um eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við West Ham og sætti félagið sig því við að selja hann næsta sumar til að fá summu fyrir hann.

Samkvæmt Law mun West Ham biðja um 70 milljónir punda, vilji önnur félög tryggja sér þjónustu leikmannsins.

Þessa stundina er Rice staddur með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“