fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

UEFA setur af stað vinnuhóp eftir erindi frá Vöndu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 17:30

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA, þann 8. október síðastliðinn, flutti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, erindi þar sem viðfangsefnið var fjölgun kvenna í nefndum og stjórn UEFA.

Í framhaldi af erindi Vöndu hefur UEFA stofnað vinnuhóp til að skoða málefnið. Vanda er hluti af vinnuhópnum sem samanstendur af þremur konum og fimm körlum.

Í 19 nefndum á vegum UEFA eru samtals 394 nefndarmenn og aðeins 52 þeirra (13%) eru konur, og þar af sitja 18 af þessum 52 í sérstakri nefnd UEFA um kvennaknattspyrnu.

Í samanburði við FIFA og Alþjóða ólympíusambandið stendur UEFA verr að vígi þegar kemur að fjölda kvenna í nefndum og stjórn. Í nefndum hjá UEFA eru 14% meðlima konur, hjá FIFA eru þær 19% og hjá Alþjóða Ólympíusambandinu er helmingur nefndarmeðlima konur. Hjá KSÍ eru 47% nefndarmeðlima konur.

KSÍ hefur með átaki náð að fjölga konum á ársþingi síðastliðin þrjú ár. Á síðasta ársþingi KSÍ sem haldið var 26. febrúar 2022 voru 20% þingfulltrúa, eða 30 af 149 þingfulltrúum, konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga