fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

UEFA setur af stað vinnuhóp eftir erindi frá Vöndu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 17:30

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA, þann 8. október síðastliðinn, flutti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, erindi þar sem viðfangsefnið var fjölgun kvenna í nefndum og stjórn UEFA.

Í framhaldi af erindi Vöndu hefur UEFA stofnað vinnuhóp til að skoða málefnið. Vanda er hluti af vinnuhópnum sem samanstendur af þremur konum og fimm körlum.

Í 19 nefndum á vegum UEFA eru samtals 394 nefndarmenn og aðeins 52 þeirra (13%) eru konur, og þar af sitja 18 af þessum 52 í sérstakri nefnd UEFA um kvennaknattspyrnu.

Í samanburði við FIFA og Alþjóða ólympíusambandið stendur UEFA verr að vígi þegar kemur að fjölda kvenna í nefndum og stjórn. Í nefndum hjá UEFA eru 14% meðlima konur, hjá FIFA eru þær 19% og hjá Alþjóða Ólympíusambandinu er helmingur nefndarmeðlima konur. Hjá KSÍ eru 47% nefndarmeðlima konur.

KSÍ hefur með átaki náð að fjölga konum á ársþingi síðastliðin þrjú ár. Á síðasta ársþingi KSÍ sem haldið var 26. febrúar 2022 voru 20% þingfulltrúa, eða 30 af 149 þingfulltrúum, konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Í gær

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær