Moises Caicedo hefur hrifið marga með frammistöðu sinni á Heimsmeistaramótinu í Katar, þar sem hann leikur með landsliði Ekvador.
Hinn 21 árs gamli Caicedo er á mála hja Brighton.
Nú segir Sky í Þýskalandi frá því að Manchester United horfi til hans.
Liverpool er einnig á meðal áhugasamra félaga. Hjá Brighton vonast menn hins vegar til þess að halda miðjumanninum hjá sér aðeins lengur.
Samningur hans rennur ekki út fyrr en um mitt ár 2025 og ætti Brighton því að vera í sterkri samningsstöðu.
Caicedo kom til Brighton frá heimalandinu í janúarglugganum 2021.
Þessa stundina er Caicedo í liði Ekvador sem mætir Senegal í þriðja leik sínum í riðlakeppni HM.