fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ragnar útskýrir hvernig hetjurnar í landsliðinu styttu sér stundir

433
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 15:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin konunglega íþrótt skák kom Ragnari Sigurðssyni, fyrrverandi leikmanni íslenska landsliðsins í fótbolta, til bjargar margsinnis þegar að strákarnir okkar voru að finna sér eitthvað til dundurs á stórmótum eða í öðrum ferðalögum með landsliðinu. Ragnar fékk sér sæti í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat með Ragnari í settinu.

Ragnar sagði frá lífinu og tilverunni með íslenska landsliðinu en Ragnar var lykilmaður í íslenska liðinu bæði á EM 2016 í Frakklandi og á HM 2018 í Rússlandi.

Ísland hafði aldrei áður farið á stórmót þegar að strákarnir okkar mættu til Frakklands en þeir voru svo öllu vanir í raun tveimur árum síðar á HM í Rússlandi.

„Það hafði enginn okkar farið á stórmót þegar að við fórum á EM. Þá var allt svo nýtt. Þegar að við fórum svo á HM var þetta smá „been there, done that“ þrátt fyrir að enginn hefði farið á HM áður,“ segir Ragnar léttur og viðurkennir að spennan var ekki jafnmikil þó um stærsta fótboltamót veraldar sé að ræða.

„Maður var ekki jafnspenntur. Fyrir okkur leikmönnunum er þetta allt alveg eins. Við förum á æfingar og í rúturnar og svona. Við sáum engan mun á því hvort HM eða EM væri stærra þó ég viti alveg að heimsmeistaramótið sé stærra,“ segir Ragnar.

Strákarnir okkar eyddu fleiri dögum, vikum og í raun mánuðum saman þegar að liðið var að spila hvað best. Fótboltaferðalög geta verið ansi fábrotin þegar ekki er verið að spila eða æfa og þá þarf að finna sér eitthvað til dundurs.

„Við vorum með skákklúbb þarna. Við erum nokkrir skáknördar þarna sem elskum skák,“ segir Ragnar sem lýsir svo aðstæðum á HM 2018 í Rússlandi.

„Á HM vorum við á risahóteli þar sem að var tennis- og körfuboltavöllur þannig við spiluðum það aðeins. Svo gat maður aðeins hjólað um litla miðbæinn þarna.“

Miðvörðurinn fyrrverandi viðurkennir að mikill tími fer í að láta sér leiðast.

„Mest megnis er maður bara á hótelinu að láta sér leiðast að bíða eftir mat eða næstu æfingu eða næstu meðferð. Ef ég hefði verið yngri hefði ég nú tekið Playstation-tölvuna mína með,“ segir Ragnar sem viðurkennir að hann var lélegur í að láta sér leiðast ólíkt mörgum kollegum sínum.

„Ég átti alltaf rosalega erfitt með þetta. Ég gat til dæmis aldrei lagt mig á daginn,“ segir Ragnar Sigurðsson.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
Hide picture