Roberto Baggio, goðsögn Ítalíu, hefur tjáð sig um eitt frægasta atvik knattspyrnusögunnar sem átti sér stað 1994.
Baggio klikkaði þá á vítaspyrnu fyrir ítalska landsliðið í úrslitaleik HM gegn Brasilíu sem kostaði liðið að lokum sigur í keppninni.
Baggio er einn besti leikmaður í sögu ítalska landsliðsins en hann átti frábært mót en brást bogalistin í úrsltialeiknum í vítaspyrnukeppni.
Hann viðurkennir að þetta augnablik sé reglulega rifjað upp og að hann muni í raun aldrei jafna sig eftir klúðrið.
,,Ég fékk þúsund tækifæri til að klikka á vítaspyrnu en þetta var spyrnan sem ég mátti ekki klikka á,“ sagði Baggio.
,,Ég mun aldrei gleyma þessu. Þetta var draumur að rætast sem endaði á hræðilegan hátt og ég hef aldrei jafnað mig.“