Casemiro, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um brottför Cristiano Ronaldo frá félaginu.
Casemiro leikur nú með Brasilíu á HM í Katar og Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins sem spilar í sömu keppni.
Búið er að rifta samningi Ronaldo við Man Utd og verða hann og Casemiro ekki lengur samherjar.
Þeir þekkjast mjög vel og spiluðu lengi saman hjá Real Madrid á Spáni.
,,Ég er ekki búinn að ræða við hann en Cristiano er reynslumikill leikmaður sem veit hvað er gott fyrir sinn feril,“ sagði Casemiro.
,,Auðvitað erum við leiðir, sérstaklega í Manchester því við erum að tala um einn besta leikmann sögunnar. Cristiano er fullorðinn og veit hvað er best.“
,,Sem vinur hans þá óska ég honum alls hins besta og vona að allt gangi upp – nema þegar hann spilar gegn okkur.“