Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, er staddur í Hollandi þessa stundina og æfir með hollenskum þjálfurum.
Fyrstu myndirnar af Sancho í Hollandi birtust í vikunni en margir skildu ekki af hverju hann væri að æfa þar í nóvember.
Sancho var ekki valinn í landsliðshóp Englands fyrir HM í Katar og fær þess vegna að æfa utan félags þessa stundina.
MEN greinir nú frá því að Erik ten Hag hafi sent Sancho til Hollands og að þar gæti hann haldið sér í standi áður en enska deildin fer aftur á stað.
Þetta voru ráð Ten Hag til Sancho en sá fyrrnefndi er stjóri Man Utd og er hollenskur. Hann var áður hjá Ajax og gerði frábæra hluti.
Sancho æfir á velli hjá utandeildarliðinu OJC Rosmalen til að sjá til þess að hann verði upp á sitt besta er keppni hefst á ný.