fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

A-landsliðs karla á leið í áhugavert verkefni í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 10:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ getur nú staðfest að A landslið karla leiki tvo vináttuleiki í janúar. Leikirnir verða hluti af æfingabúðum liðsins á Algarve í Portúgal. Þrjú önnur lið verða við æfingar á svæðinu á sama tíma og leikur íslenska liðið við tvö þeirra, Eistland og Svíþjóð, en fjórða liðið er Finnland.

Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð. Ekki er um FIFA glugga að ræða og því má gera ráð fyrir að leikmannahópar liðanna komi að stórum hluta frá félagsliðum í viðkomandi deildum og að meginþorri leikmanna íslenska liðsins verði frá liðum í Bestu deildinni eða liðum á Norðurlöndunum.

A landslið karla sem var að mestu skipað leikmönnum úr Bestu deildinni lék fyrr í þessum mánuði tvo vináttuleiki sem báðir töpuðust með einu marki, gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu, tveimur liðum sem voru í lokaundirbúningi fyrir HM í Katar.

Leikirnir:

8.1.2023 Ísland – Eistland Estadio Nora
9.1.2023 Svíþjóð – Finnland Estadio Algarve
12.1.2023 Finnland – Eistland Estadio Nora
12.1.2023 Svíþjóð – Ísland Estadio Algarve

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal